Færslur höfundar: lapbandgirl

Heimkoman og fyrstu dagarnir

Mikið var nú gott að koma heim. Ég tók mér “sumarfrí” í vinnunni og var heima í 10 daga eftir aðgerðina, það var skynsamleg ákvörðun því ég var frekar þreytt fyrstu vikuna enda ekki að borða mjög mikið. Ég hefði ekki getað farið að vinna fulla vinnu 5 dögum eftir aðgerðina en ég veit að […]

Aðgerðin

Spítalinn er í Birmingham þannig að þetta er smá ferðalag. Þar fann ég mér hótel nálægt spítalanum og fór svo í blóðprufu upp á spítala deginum fyrir aðgerð. Var mætt á spítalann kl 07 á aðgerðardegi og fór í viðtal við svæfingalækni og skurðlækni og fékk fljótlega að fara inn á mína einkastofu og gera […]

Ákvörðunin

Já eins og ég sagði í fyrri færslu þá var heilsan orðin frekar súr. Ég var komin með króníska verki í mjóbakið og vöðvabólgu, blóðsykurinn var farinn að rokka full mikið, ég var með bakflæði og ég átti erfitt með ýmsar hreyfingar - var bara hreinlega stirð vegna þess að ég hreyfði mig allt of […]

Aukakílóabaráttan mín

Ég er nú búin að fara smá úr einu í annað hér í byrjun bloggsins en langar að deila með ykkur smá um mína fortíð í tengslum við aukakílóabaráttuna.
Sem barna var ég hroðalega horuð, bætti aðeins á mig á unglingsárunum en var enn mjög grönn. Ég hreyfði mig alltaf mikið og borðaði allan venjulegan heimilismat, […]

Ábyrgðin er vissulega okkar en hvernig væri að fá samvinnu frá stjórnvöldum

Offita er algengasta heilsuvandamálið í okkar samfélagi í dag og ÓMG hvað það kostar okkur í peningum og vanlíðan. Ef ríkiskassinn legði meiri áherslu á alvöru-forvarnir í tengslum við offitu, þá er ég að meina ekki bara einhverja útgáfu bæklinga og fyrirlestra fyrir foreldra og skólafólk, heldur alvöru forvarnir sem leiða til betra mataræðis og […]

Ástæður

Fyrir mig var það mikið mál að ákveða að fara í magabandsaðgerð. Ég las mér töluvert til um aðgerðina sjálfa, blogg annarra sem höfðu farið í aðgerðina, horfði á myndbönd á youtube auk þess að ræða við lækninn sem framkvæmdi aðgerðina og aðrar konur sem voru búnar að fara í aðgerðina eða búnar að ákveða […]

Afhverju blogg?

Mér fannst alveg frábært að geta leitað mér ráða hjá reyndari konum þegar ég var að ákveða hvort ég ætti að fara í aðgerðina auk þess sem það hefur styrkt mig mikið eftir aðgerðina að geta lesið/skoðað hvað aðrir í svipuðum aðstæðum eru að ganga í gegnum. Lítið var samt um að íslenskar konur eða […]