Færslur mánaðarins: mars 2012

Matarfíkn og átröskun

Grein sem birtist i mogganum eftir Lilju Guðrúnu fíkniráðgjafa og matarfíkil í bata
Matar- og/eða sykurfíkn er fíknisjúkdómur.  Sjúkdómurinn hefur bæði líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar hliðar. Sá sem á við matarfíkn að stríða ánetjast matvælum með efnafræðilegum hætti og líkami einstaklinga með matarfíkn vinnur lífefnafræðilega öðruvísi úr mat heldur en líkami „venjulegra“ […]

Orðin full í fyrsta skipti……

Well, komin frá Birmingham og búin að fá mína fyrstu fyllingu. Þetta gekk nú ekki snuðrulaust fyrir sig hehe. Átti að mæta upp á spítala kl 09 og var alveg í tíma með það en svo byrjaði ég að finna fyrir einhverjum ónotum í maganum og ógleði. Þetta hlýtur að líða hjá, hugsaði ég og […]

Snuff snuff

Upp um kg þessa viku. Kom mér reyndar ekki á óvart þar sem matarlystin er ekki búin að vera í felum og ekki heldur sykurlöngunin líka. Reyndar er það þannig að ég barasta finn ekki bofffsss fyrir að ég sé með band ákkurat núna, er alveg eins og ég var áður en […]

Diet Cola skrímslið

Ég er við það að slá heimsmet í flokki: “fertugra húsmæðra í daglegri drykkju á diet cola drykkjum”. Ferlega ógeðslegur titill samt! Nýlega skrifaði Sverrir Björn Þráinsson grein á pressan.is þar sem hann fjallar um skaðsemi gosdrykkjaneyslu, hann fjallar þó aðalega um gosdrykki sem innihalda sykur en diet gosdrykkir eru líka algert eitur. Ég er […]

Gæti unnið kappát við Hjalta Úrsus….. með góðu forskoti

Jæja, fröken gráðug er mætt á svæðið aftur… Held að bandið sé eins og ofvaxinn húllahringur utan um mallakútinn núna. Virðist ekki vera að halda neitt við. Ég gæti gleypt heilt oststykki í einum munnbita og tekið þátt í kappáti… og unnið Hjalta Úrsus með góðu forskoti… þannig er alla vega fílingurinn þessa dagana. Sum […]

Breytt netfang

Týndi leyniorðinu mínu og þurfti að breyta netfanginu. Nú er það lapbandgirl1@gmail.com

Tími á fyllingu….

Nú finn ég að það er komin tími á fyllingu…. Síðasta vika gekk frábærlega vel í tengslum við mataræði þó svo að ég hafi staðið í stað…. en helgin var frekar svona mikið kaos. Á laugardaginn þá langaði mig aksjúlí í súkkulaði og allir voru að gæða sér á laugardagsnamminu hér á heimilinu. Nú ég […]

Markviss hreyfing

Markviss hreyfing er jú ein af þessum átta gullnu reglum okkar. Minnst 30 mín á dag í markvissa hreyfingu. Ég er nú ekki alveg búin að stilla mig inn á þetta. Fer að vísu alltaf út með hundinn minn í ca 20-30 mín gönguferð á dag, but thats it. Búin að setja mér allskonar markmið […]

Nammideildin er áskorun!

Ég er búin að standa mig ógissla vel í mataræðinu vikunni. Þrjár máltíðir á dag, ekkert milli mála og kaloríuinntakan töluvert undir því sem hún á að vera til að viðhalda þyngdinni. Ekkert gúmmulaði og eins undarlegt og það hljómar hafa munnvatnskirtlarnir ekki einu sinni tekið kippi þegar ég labba framhjá súkkulaðistykkjunum í búðinni. Þeir […]

Heimkoman og fyrstu dagarnir

Mikið var nú gott að koma heim. Ég tók mér “sumarfrí” í vinnunni og var heima í 10 daga eftir aðgerðina, það var skynsamleg ákvörðun því ég var frekar þreytt fyrstu vikuna enda ekki að borða mjög mikið. Ég hefði ekki getað farið að vinna fulla vinnu 5 dögum eftir aðgerðina en ég veit að […]