Matarfíkn og átröskun

Grein sem birtist i mogganum eftir Lilju Guðrúnu fíkniráðgjafa og matarfíkil í bata
Matar- og/eða sykurfíkn er fíknisjúkdómur.  Sjúkdómurinn hefur bæði líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar hliðar. Sá sem á við matarfíkn að stríða ánetjast matvælum með efnafræðilegum hætti og líkami einstaklinga með matarfíkn vinnur lífefnafræðilega öðruvísi úr mat heldur en líkami „venjulegra“ einstaklinga. Margir matarfíklar hneigjast til þess að ánetjast ákveðnum tegundum matvæla, s.s. sykri, hveiti, glúteni, fitu, salti, koffíni og/eða mat í miklu magni, rétt eins og alkóhólistinn sem ánetjast alkóhóli eða vímuefnum. Eftir því sem fíknin þróast og ágerist, verða matarfíklar vanmáttugir yfir hinni líkamlegu löngun sinni og er þá stutt í þráhyggjuna og afneitun á því sem er að gerast. Þráhyggjan birtist oft með þeim hætti að matarfíkilinn er gagntekin af mat. Hugsanir hans fara í miklum mæli að snúast um að ná sér í, undirbúa og borða ákveðin matvæli. Þá er sífellt verið að velta fyrir sér hvað sé hollt og hvað sé óhollt og hugsanir um komandi líkamsræktarátök verða yfirgnæfandi: Á morgun skal ég byrja, eftir helgi, á mánudaginn, eftir páskafrí,jólafrí, sumarfrí o.s.frv. Þráhyggju gagnvart mat fylgir nær undantekningarlaust þráhyggja gagnvart útiliti og þyngdarbreytingum.

Sem dæmi um nokkur einkenni og merki um matarfíkn má nefna óeðlilegar langanir í tiltekin matvæli, röskun á sjálfsmynd, lotu- og laumuát, ásamt almennri skömm og ótta í tengslum við mat. Sumir matarfíklar stela mat eða peningum til að kaupa mat, á meðan aðrir upplifa vanlíðan í aðstæðum þar sem þeir hafa ekki aðgang að mat. Matarfíklar breiða oft yfir tilfinningar sínar þegar verið er að tala um mat, át eða þyngd og leitast við að leiða umræðuna að einhverju öðru. Þar eru tengslin á milli sjúkdómsins og launungarinnar augljós. Fíknin sjálf þrífst hins vegar á óheiðarleika og einangrun.

Einstaklingur sem er að kljást við matar- eða sykurfíkn verður vonlaus, pirraður og niðurdreginn þegar allar tilraunir til að stjórna mataræðinu bregðast.  Það að hreyfa sig meira og borða minna, jafn einfalt og það virðist, er ekki að ganga sem skyldi. Sú leið hefur verið fullreynd og er ekki að virka. Eftir situr niðurbrotinn einstaklingur, uppgefinn á því að reyna sömu lausnirnar aftur og aftur, en án árangurs. Slíkur einstaklingur þarf hjálp við að takast á við tilfinningar sínar og hugsanir. (greininni lýkur hér)
Já tilfinningarnar og hugsanir eru einmitt það sem þarf að vinna vel með okkur sem erum að takast á við þetta. Fólk hefur fundið margar leiðir til þess; sumir notast við samtalsmeðferðir hjá sérfræðingum og eða í viðurkenndum hópum. Sumir finna sér sponsor eða vin og vinna sig t.d í gegnum 12 spora kerfið. Margt er hægt að gera en það VERÐUR að vinna með andlegu/tilfinningalegu hliðina samhliða mataræðinu annars fer allt hnút - þetta er bara staðreynd. Best er að vinna markvisst að með þessa þætti og muna að þetta er vinna og púl líka. Það er ekkert auðvelt að þurfa að horfsast í augu við alla fylgifiskana og orsakanirnar og taka á þeim í þokkabót.
Ég held að margir matarfíklar séu líka með átröskun og þá sérstaklega binge eating disorder.

Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa). Lotuofát (binge eating disorder) hefur nýlega verið skilgreint sem sjúkdómur og veldur oft offitu. Sumar átraskanir eru “blandaðar” með einkennum bæði frá lystarstoli og lotugræðgi og eru kallaðar óskilgreindar átraskanir.

3 ummæli

  1. 1. maí 2012 kl. 6.29 | Slóð

    It was a real contentment gtinetg to your site a short while ago. I got here right now hoping to come across something new. And I was not upset. Your ideas for new tactics on this subject material were topical and an excellent help to my family. Thank you for creating time to create these things along with sharing your thoughts.

  2. 1. maí 2012 kl. 14.52 | Slóð

    jAH7g6 jxczrnlraejy

  3. 3. maí 2012 kl. 12.44 | Slóð

    N9iy43 dwlchgyevbdt