Gæti unnið kappát við Hjalta Úrsus….. með góðu forskoti

Jæja, fröken gráðug er mætt á svæðið aftur… Held að bandið sé eins og ofvaxinn húllahringur utan um mallakútinn núna. Virðist ekki vera að halda neitt við. Ég gæti gleypt heilt oststykki í einum munnbita og tekið þátt í kappáti… og unnið Hjalta Úrsus með góðu forskoti… þannig er alla vega fílingurinn þessa dagana. Sum sé mín farin að telja niður í fyllinguna sem er í næstu viku. Morgunljóst að það skiptir öllu máli að hafa rétta fyllingu, rétta pressu. Nú þegar öll bólgan er farin og liðnar eru 4 vikur þá finn ég varla fyrir nokkurri fyrirstöðu en kæti mig yfir því að þetta er allt samkvæmt bókinni. Finn aðeins að maturinn er pínu lengur á leiðinni niður en ekki meira en það og fröken gráðug er mætt á svæðið :( Finnst voðalega gott að horfa á lapbandchicka en slóðin er hér til hægi. Hún er búin að vera með bandið í ansi marga mánuði eða um 2 ár að ég held og þurfti að láta taka alla fyllingu úr vegna tímabundna óþæginda og hún segist ekki ráða við sig og borða allt of mikið. Hún er með ágæta reynslu af bandinu og kann á þetta allt og finnur strax fyrir hvað mótstaðan hefur ALLT að segja. Gott að heyra aðra segja frá svipaðri reynslu. Annars er ég með stórabandið sem tekur 14 ml, ekki þetta sem oftast er sett á okkur konurnar sem tekur 10 ml. Sett var í það 5 ml í aðgerðinni sjálfri og þarf greinilega að fara að bæta á það. Ástæðan fyrir því að ég fékk stórabandið var að það var víst svo mikil fita í kringum líffærin á mér. En ég safna fitunni mest á bumbuna, svona eplatýpa, en það er víst hættulegasta fitan líka. Meiri líkur á t.d. sykursýki 2 og fat-liver-disease sem getur m.a. leitt til skorpulifurs eins og hjá alkanum. Í USA er verið að tala um faraldur í tengslum við skorpulifur og offitu samkvæmt Roger Williams sem er einn af mest reyndu læknum heims í tengslum við lifrarsjúkdóma og lifrarígræðslu. 300.000 manns deyja árlega í USA í tengslum við offitu (ekki bara skorpulifur), spáið í því… allir á Íslandi.. OMG bara vegna offitu! Það væri fróðlegt að sjá tölur frá Íslandi með þetta. Kannski landlæknisembættið haldi skrá yfir þetta… aldrei að vita. Viss um að tölurnar eru ansi skerí. Ég segi það enn og aftur að við erum ekki að standa okkur í forvörnum og viðhaldi… væri til í að taka þátt í svolleiðis starfi. Veit að það er fullt af fólki sem er yfirfullt af allskonar góðum hugmyndum í tengslum við forvarnir og viðhald en það verður líka að vera fólk sem hefur beina reynslu af baráttunni, ekki bara fræðingar og fagfólk. Reynslan er lang-dýrmætust og besta vopnið í baráttunni. Þannig að ef þið fréttið að heilbrigðisráðherra sé að fara að stofna grúbbu-látið mig þá endilega vita svo ég geti sent honum sms beint í iphone-inn þar sem ég bíð mig fram til a.m.k. bilstjóra grúbbunnar.

3 ummæli

  1. 1. maí 2012 kl. 2.34 | Slóð

    I cannot tell a lie, that really hpeeld.

  2. 1. maí 2012 kl. 15.50 | Slóð

    RQqbJQ peghfrzmjpbq

  3. 2. maí 2012 kl. 19.24 | Slóð

    JqLSdR soowkrqnjlhq