Tími á fyllingu….

Nú finn ég að það er komin tími á fyllingu…. Síðasta vika gekk frábærlega vel í tengslum við mataræði þó svo að ég hafi staðið í stað…. en helgin var frekar svona mikið kaos. Á laugardaginn þá langaði mig aksjúlí í súkkulaði og allir voru að gæða sér á laugardagsnamminu hér á heimilinu. Nú ég hugsaði sem svo; hmm maður verður nú líka að njóta og eitt súkkulaðistykki á laugardögum er bráðnauðsynlegt til að halda geðheilsunni út vikuna… Fékk mér smá, svo smá og aðeins meira smá og svo bara mikið…. ekki skynsamlegt. Ég á náttlega að þekkja mig betur en þetta ég stoppa EKKI fyrr en allt er búið… það á alveg eins við núna eftir bandið. Hins vegar held ég að ég hefði étið helmingi meir ef bandið hefði ekki verið, ég fékk allavega svona smá tilfinningu um að nú væri þetta orðið gott. Á sunnudaginn var ég svo að stelast í snakk á milli máltíða. Þetta er allt svo kristaltært hvering þetta virkar hjá mér, þó svo að ég eigi erfitt með að stjórna því. Þetta virkar þannig að ef ég dæli í mig sykri (súkkulaði, nammi og þh) eða hveiti i einhverju mæli (brauð, pasta…) Þá kallar það bara á meira, meira og meira og það er fjandi erfitt að stoppa þennan vítahring. Þetta er fíkn hjá mér, algerlega á hreinu. Las einu sinni rannsókn sem bandarískur læknir gerði á heilastarfsemi fólks með matarfíkn þegar það borðaði þessi fíknivaldandi efni og það sást breyting á CT skan á heilastarfseminni sem samsvaraði breytingum sem eiga sér stað hjá öðrum fíklum þegar þeir fá efnin sín. Hann útsýrði svo hvernig þetta allt virkaði líffræðilega. Ég þarf að grafa upp þessa rannsókn. Ég fer ofst í þann gírinn að hugsa bara að ég sé nú bara hálfgerður aumingi að geta ekki stjórnað þessu, með engan viljastyrk. Þanng skilaboð fáum við sem erum offeit og/eða með matrfíkn frá umhverfinu. En ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem hefur verið töluvert of þung, náð að grenna sig og viðhaldið því í góðan tíma sem heldur þessu fram. Flestir sem hafa átt við offitu að stríða vita að þetta er ekki bara eitthvað einfalt reiknisdæmi, kaloríur inn og kaloríur út, þetta er flóknara. Hins vegar heyri ég oft þegar þessi umræða er tekin að fólk sem hefur aldrei átt við verulega ofþyngd að stríða finnst við feita fólkið vera heldur miklir kjánar. Hvað er málið afhverju borðar þú ekki bara meira grænmeti og ávexti og byrjar á því að hreyfa þig reglulega… segja þau. Þetta er eins og að segja við þann sem drekkur of mikið áfengi… hættu bara að drekka þetta þá lagast allt…. málið er bara ekki svona auðvelt. Við erum með massíft kerfi fyrir alkóhólista sem vilja út úr sínum vítahring en við erum ekki komin svo langt með matarfíknina/offituna. Við viðurkennum alkóhólisma sem sjúkdóm en ekki matarfínknina. Það tók langan tíma að viðurkenna að alkólismi væri sjúkdómur og sérstaklega svona hjá hinum óbreytta og má búast við því sama í tengslum við matarfíknina. En Alþjóðl. heilbrigðisst. er alla vega búin að gefa út að matarfíkn er sjúkdómur. Það er fytsta skrefið og svo er að vinna viðhorf, fordóma og fræðslu út á við.

2 ummæli

 1. Tóta
  20. mars 2012 kl. 11.17 | Slóð

  Áhugaverðar pælingar.

  Ef við myndum segja við fólk: hva, afhverju drífur þú þig ekki í háskólanám. Það er ekkert mál, þú bara skráir þig, finnur áhugann og stendur þig vel. Það virkaði fyrir mig….uhh nei. Við myndum nefnilega aldrei segja svona við aðra, og þó að eitthvað “virki” fyrir einn þá er ekkert víst að það virki fyrir alla. Það er bara þannig.

 2. lapbandstelpa
  20. mars 2012 kl. 15.05 | Slóð

  Nákvæmlega!
  Við erum samt örugglega öll með fordóma eða “fáfræði” gagnvert einhverju hjá öðrum. Það er bara miklu meira pirrandi þegar það beinist að manni sjálfum hehe nei nei en þegar það beinist gagnvart ákveðnum hópi þá er það oft sem það skerðir frelsi einstaklingsins í hópnum. Hann fer meira í felur með allt sitt og það minnkar lífsgæði… ekki satt!