Nammideildin er áskorun!

Ég er búin að standa mig ógissla vel í mataræðinu vikunni. Þrjár máltíðir á dag, ekkert milli mála og kaloríuinntakan töluvert undir því sem hún á að vera til að viðhalda þyngdinni. Ekkert gúmmulaði og eins undarlegt og það hljómar hafa munnvatnskirtlarnir ekki einu sinni tekið kippi þegar ég labba framhjá súkkulaðistykkjunum í búðinni. Þeir sofa bara vært og rótt og halda eflaust að ég sé að spikkspora endalaust í grænmetisdeildinni. Ég ætlaði að gabba þá með því að hlaupa eins og brjálæðingur í gegnum sælgætisrekkann með stefnuna á mjólkurkælinn. Ég setti mig í svaka stellingar (því eins og allir vita er nammideildin stæsta og lengsta deildin í búðinni og ekki gott að koma þaðan óskaðaður) og var búin að redda mér svona sérstökum gleraugum sem hindra alla hliðarsýn og smurði vick kremi undir nefið til að finna enga nammilykt. Ég þaut síðan í gegnum deildina eins og fíll á leið í árás (náði eiginlega hluta af markvissri hreyfingu dagsins í leiðinni þar sem púlsinn þaut upp úr öllu valdi og vegalengdin örugglega 1/5 af fyrirfram ákveðinni hlaupaleið dagsins). Þegar ég var svo komin að mjólkurkælinum og NB enn með tóma körfu eftir nammideildina (sem hefur sennilega aldrei áður gerst) þá uppgötvaði ég að munnvatnskirtlarnir voru enn sofandi :) Ég hef því ákveðið að geyma gleraugun góðu og vick kremið heima næst þegar ég fer í búðarferð og sjá hvað gerist. Maður verður að prófa sig áfram í þessum frumskógi. Spáið samt í þessum nammirekkum og deildum í matvörubúðunum. Ef ég ætla mér að sneiða algerlega fram hjá þeim þarf ég helst að hafa með mér kort af búðinni, áttavita og bæta svo við 20 mín í áætlað búðaráp þar sem það er nánast ómögulegt að komast t.d. að mjólkurkælinum öðruvísi en að fara í gegnum nammideildina. Svona “búðarhönnunarfræðingar” eru örugglega allir með mastergráðu í “völundarhúsafræðum” og “felahlut-leiknum” því allstaðar tekst þeim að fela svona litlar hillur/hluti inn á milli með nammi eða öðru gúmmulaði (þeir ættu frekar að vinna í skrúðgarðyrkju og leigja sig út í barnaafmæli, mikið heilbrigðara vinnuumhverfi). Maður er kannski bara í mestu makindum að velja sér wc pappír og grípur auðvitað í þennan gamla góða en sér svo að þessum þarna við hliðina fylgir stórt mars og hnetubar. ÓMG ég læt sko ekki trixa mig inn í þetta lengur, tek bara þennan gamla góða og hugsa stolt að nú hafi ég náð að láta sölubrelluna fram hjá mér fara… en finnst samt innst inni ég hafa tapað ferlega þegar ég kem að búðarkassanum, þetta var jú tilboð og á maður ekki að vera hagsýnn…

Anývei, ég vigtaði mig svo í gær en þá var formlegur vigtdagur og ég stóð í stað. Ekki gramm af þessa vikuna, auðvitað pínu pirrandi en ég er svo sem vön því að léttast hægt. Þegar ég var í detoxinu hér í denn þá léttist ég helmingi hægar en hinir eins og líkami minn haldi vel í það sem hann á, eigingjarn skratti! En í þetta sinn er ég allavega með góða samvisku, og ekki að brjóta mig niður. Eina sem ég veit að ég þarf að bæta í sambandi við mataræðið er godsrykkja, þamba full mikið diet gos en ég ákvað meðvitað að taka á því seinna á ferlinu. Kílóin munu fara með tíð og tíma enda er þetta ekkert spretthlaup….. heldur frekar svona langhlaup í víðáttu- og hindrunarhlaupsstílnum, kannski með smá interval training inn á milli ;)

4 ummæli

 1. Tóta
  17. mars 2012 kl. 11.19 | Slóð

  Fer gosið ekkert í þig ? En annars, frábær pistill og gaman að fylgjast með þér :)

 2. lapbandstelpa
  17. mars 2012 kl. 13.11 | Slóð

  Sæl Tóta
  Nei Veistu gosið fer ekkert í mig. Það fór í mig á viku 1 en svo bara allt í ok. Geri nú ráð fyrir að finna fyrir því þegar ég er búin að fara í fyllingu ;)

 3. 29. apríl 2012 kl. 0.07 | Slóð

  Stutt af0 fara, mef0 gf3f0a vef0urspe1! Ekkert me1l. Svo hagar maf0ur auf0vitaf0 seglum eftir vindi. En fefa ert kanskni re9tti maf0urinn til af0 vera ed landi og passa kerruna e1 mef0an e9g sigli um paradeds Atlantshafsins?

 4. 29. apríl 2012 kl. 9.14 | Slóð

  3hRnqg pmbzgbvymfnk