Markviss hreyfing

Markviss hreyfing er jú ein af þessum átta gullnu reglum okkar. Minnst 30 mín á dag í markvissa hreyfingu. Ég er nú ekki alveg búin að stilla mig inn á þetta. Fer að vísu alltaf út með hundinn minn í ca 20-30 mín gönguferð á dag, but thats it. Búin að setja mér allskonar markmið í hausnum og líka á blað varðandi hreyfinguna en er frekar léleg að fylgja þeim eftir. Ég var dálítið öfgafull í hreyfingu hér í denn og mátti ekki missa úr dag þá var allt ómögulegt. Núna fæ ég hins vegar mjög undarleg líkamseinkenni þegar ég hugsa um að fara að drösla mér í ræktina eða út að hlaupa. Hausinn minn reynir allt til að blöffa mig, kemur með svona hitatilfinningu og kreistir upp hóst og stundum fæ ég jafnvel svona tvísýni þannig að mér finnst best bara að taka því bara rólega í dag og sjá svo til á morgun. Kannast einhver annar við svona…..? En ég er búin að fatta það núna að þetta er sama heilastöðin sem stjórnar þessu og því að ég treð innkaupakörfuna fulla af súkkulaði þegar ég ætla bara að kaupa mjólk og brauð! En ég veit líka að það er brú á milli þessarar púkaheilastöðvar og skynsemisheilastöðvarinnar þannig að núna eru formaður, gjaldkeri og ritstýra að vinna hörðum höndum að því að losa stífluna í brúnni, fá flæðið af stað. Nefndin ætlar að mér skilst að taka 2 vikur í stíflulosunina. Það þarf víst að moka töluverðu af ónothæfu drasli í burtu og hlaða traustari veggi hér og þar. Þegar þessari vinnu er svo lokið þá er gert ráð fyrir að flæðið verði súper gott og ég geti því byrjað markvissa hreyfingu eftir 2 vikna tiltekt. Hljómar afar vel! Já heilinn er flókið fyrirbæri og merkilegt miðað við aldur og fyrri störf hans að hann geti reglulega týnt vinkonu sinni Skynseminni og þurfi bara ansi oft að kalla út björgunar- og leitarflokk sér til hjálpar.

3 ummæli

  1. 1. maí 2012 kl. 0.25 | Slóð

    deaf0 eru 3 konur f3le9ttar bara ed kringum feennan vin minn sem er f3le9ttur feannig af0 feaf0 skfdrir ekki minnun.Og spurningin var ekki hvort ff3lk vissi af feessu heldur af0 ff3lk ste6f0i upp og segf0i \ nfa er verif0 af0 bjf3f0a betri kjf6r fyrir ff3lk eins og mig annars staf0ar hvaf0 e6tlar feetta fyrirte6ki af0 gera ed feved?\ .Konur bera sig ekki eftir bjf6rginni. Af hverju ekki? c9g vona af0 feaf0 se9, eins og Vif0ar segir, vegna feess af0 feeim muni ekki um feaf0.

  2. 1. maí 2012 kl. 16.26 | Slóð

    H0R5NC oiuxnvnbcofs

  3. 2. maí 2012 kl. 19.28 | Slóð

    mpyZLm oyxrqnklcago