Heimkoman og fyrstu dagarnir

Mikið var nú gott að koma heim. Ég tók mér “sumarfrí” í vinnunni og var heima í 10 daga eftir aðgerðina, það var skynsamleg ákvörðun því ég var frekar þreytt fyrstu vikuna enda ekki að borða mjög mikið. Ég hefði ekki getað farið að vinna fulla vinnu 5 dögum eftir aðgerðina en ég veit að það hefur ekki verið mál hjá sumum konum að gera það, allt mjög einstaklingsbundið. Ég vinn líka í heilbrigðisgeiranum og hefði þurft að lyfta,toga og teygja sem hefði ekki hentað :) .

Það er skrýtin tilfinning þegar maturinn er svona lengi á leiðinni niður í mallakút og ég þarf að borða extra hægt og reyndar er ég bara að drekka og þarf að passa mig að drekka ekki of hratt. 1. vikan var þannig að ég var nú nokkuð svöng seinni part vikunnar og fannst mjög erfitt að vera bara á fljótandi fæði, langaði svo rosalega í mat. Ég lét það þó ekki eftir mér enda þarf maður að passa upp á að vinna með bandinu sínu en ekki á móti og það er sérstaklega mikilvægt þessa fyrstu daga og líka eftir fyllingar. Hættan er að ef troðið er í sig of mikið eða of hratt fyrstu dagana (reyndar alltaf) þá getur myndast auka poki fyrir ofan bandið og það vill maður ekki. Maður verður að hlusta á líkamann og bandið ;) . Það tekur líka tíma fyrir kroppinn að átta sig á nýjum “aðstæðum” og jafna sig eftir inngripið. Ég talaði við aðra konu sem var nýbúin að fara í aðgerð og hún sagði að hún upplifði líka hungurtilfinningu fyrstu dagana, þannig að það var gott að heyra að aðrir upplifðu það sama. Flestir eru þó ekki svangir fyrstu 2 vikurnar en byrja svo að vera svangir og geta broðað stærri skammta fram að 1. fyllingu.

Nú er ég að ljúka viku 3 og er byrjuð að borða allan venjulegan mat en vel maukaðan. Ég er hætt að finna fyrir þessu hungri sem var á viku 1 og 2 og verð mjög fljótt södd og er södd lengi. Þetta er tilfinnig sem ég hef ekki haft lengi, að verða södd. Ég var alltaf svöng eða kannski gráðug og stjórnlaus þrátt fyrir að maginn á mér væri yfirfullur og rúmlega það. Ég borða 3 máltíðir á dag og er ekkert að narta inn á milli og hef bara ekki lyst á því. Ég er mjög dugleg að drekka sem sennilega gefur fyllingu í magann líka. Ég passa mig á því að vera ekki borða allt of kaloríusnaðan mat þar sem ég er að borða svo litla skammta. Ég vil halda góðri orku og líða vel. Ég er samt töluvert langt undir því sem ég er vön að borða… sem var jú allt of mikið, ekki satt! Ég vigta mig 1 x í viku og skal leyfa ykkur að fylgjast með því en eftir viku 2 voru 5 kg farin en búast má við að léttast töluvert hratt fyrstu 4 vikurnar þar sem ég borða eingöngu fljótandi fyrstu 2 vikurnar og vel maukaðan mat næstu 2 vikurnar. Auk þess sem ég er viss um að mikill vökvu renni úr kroppnum fyrstu vikurnar á eftir. Eftir að jafnvægi er náð er alveg hægt að gera ráð fyrir 1/2 til 1 kg á viku en auðvitað koma vikur sem er minna líka. Samkvæmt rannsóknum sem ég hef lesið tilvitnarnir í má gera ráð fyrir að hin meðal magabandskona/maður missi ca 66 % af sinni umfram þyngd á 1-2 árum. Margir missa meira og sumir minna en þetta er meðaltalið. Þegar litið er yfir rannskónir á hjáveituaðgerð og svo magbandsaðgerð þá hefur komið í ljós að þeir sem fara í hjáveitu aðgerð missa aukakílóin hraðar en magabandsfólkið en eru í lokin í svipaðri prósentu og magabandsfólkið (samkv. þeim heimildum sem ég hef).Gaman væri líka að sjá samanburð á þessum aðgerðum í tengslum við hvernig gegnur að viðhalda ferlinu þ.e.a.s. að byrja ekki að bæta á sig aftur og líka hverjir langtíma aukaverkanir eru af þessum tveimur aðgerðum. Kannski get ég grafið það upp :)

Einföld skýring á því hvernig magabandið virkar

Lapbandið virkar þannig að sílikon hringur er settur utan um magann mjög ofarlega þannig að það er smá magi fyrir ofan bandið en bandið þrengir svo að “neðri”partinum af maganum. Þannig rennur fæðan miklu hægar í gegn auk þess sem þú færð þá tilfinningu að vera södd miklu miklu fyrr þar sem fleiri boð sendast til heilans en þegar maturinn rennur án fyrirstöðu niður. Sílikonhringinn er svo hægt að þrengja nú eða víkka ef þess þarf, með því að dæla í hann saltvatni eða tappa af. Þetta er þannig gert að í aðgerðinni sjálfri er sett lítið port/brunnur með slöngu sem leiðir í sílikon hringinn, og er fest við magavöðvann. Þetta port sést ekki utan á en ef ég strýk yfir magann finn ég það og það er einmitt það sem læknarnir gera þegar þeir fylla á hringinn eða taka úr honum. Þeir finna portið og stinga svo í húðina þar með sprautu og nota saltvatn til að fylla á hringinn. Mjög misjafnt er hvað fólk þarf að hafa mikla fyllingu í bandinu sínu en fyrsta fyllingin er framkvæmt ca 4 vikum eftir aðgerð, þegar mesta bólgan er farin úr sárunum og svæðinu þar sem bandið liggur. Fyllingin er sett í af t.d röngenlæknum á Domus (tímar eru pantaðir í gegnum Auðun) sem sjá á skjánum sínum hvernig rennslið er niður í maga með því að þú drekkur ákveðinn litaðan vökva.

Best er að horfa á myndbandið af aðgerðinni sem er hér til hliðar, til að fá góða mynd af því sem gert er og hvernig þetta virkar.

3 ummæli

  1. 1. maí 2012 kl. 2.23 | Slóð

    The most important ascept of thecomputer science field (at this time)is how the open source movement iscoming of age and changing theparadigm of software development.As we baby boomers retire and look forsomething interesting to do,I (for one) will be producing open sourceMany of us are sitting on tonsof software that we collected fromcompanies that are now defunk.Many of us developed software likeMicrosoft, but did not get as lucky.Open Source is so important nowthat we can see companies like Microsoftgetting into new areas because they seefree operating systems like Linuxgaining market share fast.Software is only as good as it’saffordability relative to it’s quality.Linux is both affordable and the quality is(in my opinion) higher quality than MsWindows.

  2. 1. maí 2012 kl. 14.38 | Slóð

    NRc2v7 dvyuwrfmxppx

  3. 2. maí 2012 kl. 18.34 | Slóð

    sHu48h jkqjxyiaswbn