Aukakílóabaráttan mín

Ég er nú búin að fara smá úr einu í annað hér í byrjun bloggsins en langar að deila með ykkur smá um mína fortíð í tengslum við aukakílóabaráttuna.

Sem barna var ég hroðalega horuð, bætti aðeins á mig á unglingsárunum en var enn mjög grönn. Ég hreyfði mig alltaf mikið og borðaði allan venjulegan heimilismat, það var ekkert um skyndibitamat á mínu heimili þegar ég var barn og afar sjaldan sælgæti eða gos. Mamma bakaði hins vegar mikið en ég var ekkert sérstaklega mikið að gæða mér á því. Þegar ég komst á unglingsárin fór aðgangur að sælgæti og gosi að vera meiri og ég var gjörsamlega sjúk í sælgæti og gat borðað endalaust af því á kostnað annarar fæðu. Ég flutti snemma að heiman til að fara í framhaldsskóla og þá byrjaði ég að stýra meira sjálf hvað ég borðaði, sælgæti var alltaf númer 1, 2 og 3 hjá mér og löngunin var sjúkleg. Ég var mjög mikið í íþróttum og hreyfði mig mjög mikið, því safnaðist ekkert á mig. Hins vegar var ég oft orkulaus og svaf illa og ég er viss um að það hafi bara verið vegna lélegrar næringu.

Þegar ég byrjaði hins vegar að eiga börnin mín þá byrjaði ég að bæta á mig smátt og smátt. Ég borðaði jafn óholt og áður en hreyfði mig ekki lengur að neinu viti… þá byrjaði ég að fitna smátt og smátt og í raun jókst allaf þessi matarfíkn mín sem var þá aðallega tengd sælgæti en þróaðist svo seinna meir út í almennan mat og allt of stórar máltíðir. Ég bara varð ekki almennilega södd og vaknaði stundum upp á nóttunni til að troða í mig. Til að gera langa sögu stutta þá voru “allt í einu” komin á mig 30 auka kíló. Ég reyndi eins og ég gat að hemja mig í mat og hreyfa mig reglulega en það fóru kannski nokkur kíló af mér en komu bara aftur stuttu seinna.Ég náði engu jafnvægi og andleg vanlíðan sem þessu fylgdi var hrikaleg. Ég var stöðugt með hugann við mat og holdarfar, þetta var orðið sjúklegt ástand. Ég var hætt að vilja fara á mannamót, gæti hitt einhvern sem þekkti mig þegar ég var mjó… svo passaði ég ekki í nein föt og kannaðist næstum ekki við mig í speglinum. Ég frestaði lífinu ómeðvitað. Hvernig jú ég á mér fullt af draumum eins og við öll eigum en ég vildi aldrei fara út í neinar framkvæmdir á þeim fyrr en ég væri búin að ná fullri heilsu aftur. Heilsan mín bæði andlega og líkamlega var frekar döpur og ég hafði barasta ekki orku í að gera nokkuð nema druslast í gegnum daginn ef ég gat það þá.

Ég var búin að prófa ýmislegt til að ná jafnvægi og betri heilsu, Herbalife, brennslutöflur, pródeinduft í bílhlössum, atkinskúrinn, kolvetnisnauðakúrinn, detox, GSA samtökin og Matarfíknar samtökin. Fullt er ég nú búin að læra á öllu þessu en mest hef ég lært af Matarfíknarsamtökunum og GSA. Mér hentar ekki að mæla matinn minn svona, ég bara meika það ekki í hvaða aðstæðum sem er og fannst þetta ekki vera rétta aðferðin fyrir mig. Þessi aðferð hjálpar hins vegar mörgum. Ég lærði samt í þessu ferli að ég er matarfíkill og lærði ýmislegt í kringum það með því að ræða við ráðgjafa og aðra matarfíkla. Það er sko frábær stuðningur í því og þá sá ég líka frekar hvað þetta var allt saman sjúklegt og það sem meira er að ég er ekki sú eina sem er að standa í þessu.Við erum svo mörg sem eigum við þetta að stríða og það er svo “gott” að geta fundið að maður er ekki einn í þessari baráttu og það eru fleiri sem upplifa ákkurat sömu tilfinningar og maður sjálfur.

3 ummæli

  1. 28. apríl 2012 kl. 12.32 | Slóð

    ohmedgod! Frekar f3gef0sleg kf6ngulf3 hehehe, sketmmilegt veddjf3! c9g vil fe1 veddjf3 e1 hverjum degi Nenniru kanski af0 labba einn hring e1 Goan corner og taka vidjf3, e9g e6tlaf0i alltaf af0 gera feaf0 en gleymdi feved alltaf!!

  2. 28. apríl 2012 kl. 16.03 | Slóð

    OeDaxU hkasjfqjqkws

  3. 30. apríl 2012 kl. 14.34 | Slóð

    zvKH40 zlecmyuskdpt