Ákvörðunin

Já eins og ég sagði í fyrri færslu þá var heilsan orðin frekar súr. Ég var komin með króníska verki í mjóbakið og vöðvabólgu, blóðsykurinn var farinn að rokka full mikið, ég var með bakflæði og ég átti erfitt með ýmsar hreyfingar - var bara hreinlega stirð vegna þess að ég hreyfði mig allt of lítið og líka vegna þess að bumban var fyrir. Þetta er allt saman vítahringur, ég fitna þá missi ég orku og langar ekki að æfa og hugga mig frekar með mat og fitna þá meira og líður enn þá verr og svo frv. Mér fannst erfitt að fara í sokka og skó sem dæmi. Ég var byrjuð að hrjóta og svaf þar af leiðandi illa og allt fer þetta nú í hringi þannig að andlega hliðin var frekar léleg. Lífsgæðin voru á mikilli niðurleið.

Ég fór að lesa mér til og leita annarra ráða og kom mér í samband við íslenskan lækni Auðun Sigurðsson sem framkvæmir magabandsaðgerðir í Bretlandi. Þessar aðgerðir eru ekki framkvæmdar heima á Íslandi, afhverju veit ég ekki. Ég átti gott spjall við hann og las mér enn meira til um þetta ferli og komst í samband við íslenskar konur sem höfðu farið í magabandsaðgerð hjá Auðni. Ræddi þetta fram og aftur við manninn minn bæði með tilliti til heilsunnar minnar almennt og ávinningsins fyrir okkur öll og svo fjárhagslegu hliðina líka því þessi aðgerð er dýr og er ekkert greitt niður. Tók svo ákvörðun um að fara í aðgerðina. Það sem styrkti mig sem mest í þessari ákvörðun og óvissu var sú vissa að hægt er að fjarlægja bandið hvenær sem er og ekkert er skorið úr mér eða tengt framhjá. Ég get ef út í það fer, tekið þetta allt til baka þó ég geri ráð fyrir að vera með bandið í mér alla ævi.Öllum aðgerðum fylgir áhætta og ég fór nú ekki salla róleg og áhyggjulaus til Bretlands.

3 ummæli

  1. 15. júní 2012 kl. 12.41 | Slóð

    Sed tempus cqsueonat tincidunt. Maecenas mi odio, blandit at tempus eget, cqsueonat fringilla lacus. Sed laoreet rutrum quam, et adipiscing ante varius in. Morbi vel ante massa. Nunc et dui sit amet nunc posuere rhoncus venenatis ut sem. Suspendisse fermentum urna nibh, in malesuada dolor. Nullam tempor, ante id faucibus feugiat, magna massa blandit ante, suscipit eleifend nibh turpis vel lacus. Ut bibendum quam a sapien imperdiet non volutpat arcu vulputate. Integer condimentum iaculis nulla eget blandit. Curabitur vehicula egestas facilisis. Pellentesque pulvinar faucibus turpis, ac iaculis nisl lacinia eget. Aenean semper ante non lacus congue aliquet. Nam euismod lacus tempor arcu molestie sed hendrerit elit pulvinar. Vestibulum euismod ultrices.

  2. 15. júní 2012 kl. 21.12 | Slóð

    ZKLluk pszyauyljtre

  3. 17. júní 2012 kl. 5.47 | Slóð

    CGkee2 jbzgnhmhjsks