Aðgerðin

Spítalinn er í Birmingham þannig að þetta er smá ferðalag. Þar fann ég mér hótel nálægt spítalanum og fór svo í blóðprufu upp á spítala deginum fyrir aðgerð. Var mætt á spítalann kl 07 á aðgerðardegi og fór í viðtal við svæfingalækni og skurðlækni og fékk fljótlega að fara inn á mína einkastofu og gera mig klára fyrir aðgerðina. Það var svo sem ekki mikið mál bara skella sér í sjúkrahússfötin og glápa á sjónvarpið. Röðin kom að mér um hálf tíu og þá var mér fylgt niður á skurðstofu og aðgerðin framkvæmd skömmu síðar. Ég var svo vöknuð um 40 mín síðar en aðgerðin sjálf tekur um 30 mín og er gerð í gegnum nokkur göt á mallanum, enginn stór skurður. Mér bauðst að vera á sjúkrahúsinu yfir nóttina en ákvað að fara bara á hótelið aftur enda leið mér ágætlega. Ég var samt aum og marin og full af lofti en leið alveg ágætlega. Nú var það bara fljótandi fæði í 2 vikur og próteindrykkir og orkuríkir ávaxtasafar runnu ljúft en hægt niður. Nú þar sem allt gekk vel fór ég heim aftur með flugi á þriðja degi. Ferðalagið tók ca 12 tíma allt í allt og ég var frekar þeytt og dösuð og eftir á að hyggja hefði 1 dagur í viðbót í ró verið upplagður.

3 ummæli

  1. 28. apríl 2012 kl. 12.13 | Slóð

    より:You need to purchase a siasielpct appropriate your ringing in ears before you begin managing it. Many of the ringing in the ears will also be suggestive of worse troubles. Furthermore, if the prognosis is just not buzzing in the ears, then you will want for you to treat as well as address it within a various manner compared to you’d probably ears ringing. Lots of people with buzzing in the ears discover relief from his or her situation through the use of sound remedy. You will find there’s basic experiment you could concept if perhaps seem treatment will let you overcome your current buzzing in the ears. Track a person’s radio station amongst not one but two gas stops. It is best to listen to some sort of interferance seem when you have tuned that between programs. If the noise audio through the radio stations face masks a person’s ears ringing or causes it to become significantly less noticeable (partially face masks them), in that case good treatments will likely aid your condition.

  2. 28. apríl 2012 kl. 15.58 | Slóð

    JQHzUV dyvbgwfcaknq

  3. 30. apríl 2012 kl. 13.45 | Slóð

    I9tEwQ xkstoegnirbi