Ástæður

Fyrir mig var það mikið mál að ákveða að fara í magabandsaðgerð. Ég las mér töluvert til um aðgerðina sjálfa, blogg annarra sem höfðu farið í aðgerðina, horfði á myndbönd á youtube auk þess að ræða við lækninn sem framkvæmdi aðgerðina og aðrar konur sem voru búnar að fara í aðgerðina eða búnar að ákveða að fara. Vinnan í kringum þetta ferli var svo sem ekki neitt vísindaleg og ég fór auðvitað af stað í þessa upplýsingaöflun með það að leiðarljósi að fara í aðgerðina en hafa alltaf þann möguleika að hætta við ef það væri eitthvað sem ég kæmist að og gæti ekki sætt mig við. Í stuttu máli sagt komst ég ekki að neinu sem fældi mig frá aðgerðinni en það komu að sjálfsögðu upp margar spurningar og stundum efasemdir. Efasemdirnar tengdust þó miklu frekar þeirri umfjöllun sem oft er í kringum of feita einstaklinga og þau úrræði eða leiðir sem þeir velja. Mér finnst við búa í samfélagi í dag sem er með mikla samþykkta fordóma gagnvart feitu fólki. Við feita fólkið eigum bara að taka okkur saman í andlitinu, fara út að hlaupa eða í ræktina og borða minna af óhollustu. Hljómar afar einfalt og flest öll höfum við reynt þetta. Sumir ná frábærum árangri með því að auka hreyfingu og borða hollara en það er enn stór hópur fólks sem nær ekki árangri á þennan hátt nema kannski í skamman tíma. Við erum þau sem þurfum frekari aðstoð og veljum mörg hver að leita á náðir læknavísindana. Við ættum væntanlega ekki við þennan offituvanda að etja í heiminum í dag ef allir gætu hamið sig í matnum og skokkað 5 km á dag og þá væri málið dautt. Það eru óteljandi ástæður fyrir því að fólk verður feitt en flestir sem ég hef rætt við segja að þetta sé allt saman í hausnum á þeim. Þeir þurfi að læra að tengja mat við eitthvað annað en tilfinningar sínar, borða þegar ég er glöð, borða þegar mér líður illa, hugga mig með mat, verðlauna mig með mat og svo frv. Að koma sér út úr mynstrinu og vítahringnum er ekki alltaf auðvelt og sumir þurfa einfaldlega extra stuðning til þess. Ég vil ekki meina að magaband sé einhver allsherja lausn fyrir alla, svo langt frá því. Margir hafa sótt styrk í GSA, OA og Matarfíkn og náð frábærum árangri. Það er í raun alger snilld hvað þessi samtök hafa náð að styðja marga til betra lífs. Við megum heldur ekki gleyma því að það er einstaklingsbundið hvenær kílóin fara að hafa áhrif á heilsu og líðan okkar. Þú getur verið með nokkur “auka” kíló á þér en liðið vel bæði líkamlega og andlega, ekki með nein sérstök heilsufarslegvandamál og þá er það bara frábært og spurning hvort nokkuð ætti að kalla þessi kg “auka”. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á offitu og sjúkdómum sem koma í kjölfarið á þeim og las ég nýlega tilvitnun í rannsókn sem segir að yfirleitt sé það ekki nein sérstök heilsubót fyrir fólk sem er 27 BMI í að fara í 25 BMI (sem er efri mörk kjörþyngdar) nema það hafi sykursýki 2. Það sé þá aðalega útlitið sem það hefur áhrif á en ekki endilega heilsan sjálf. Við verðum auðvitað að vera skynsöm og hlusta á okkur sjálf og hvernig okkur líður. En það er alla vega klárt að minni hálfu að burðast með 30 auka kg hefur skaðað heilsu mína og minnkað lífsgæðin mín töluvert. Ég er hins vegar það heppin að þessi skaði er aðeins tímabundinn hjá mér en það er það ekki hjá öllum. Sumir munu eiga við ákveðin heilsuvandamál að stríða alla ævi þrátt fyrir að koma sér í kjörþyngd, skaðinn er kominn til að vera en hins vegar er öruggt að lífsgæðin aukast samt sem áður og margir kvillar hverfa alveg. Mér finnst sorglegt þegar ég heyri umræður um offitusjúklinga og offituaðgerðir sem fegrunaraðgerðir. Fegrunaraðgerðir/lýtaaðgerðir eiga fullan rétt á sér og margir sem hafa verið feitir en ná að grenna sig fara seinna í fegrunar/lýtaaðgerðir t.d til að taka auka skinn eða stækka brjóst eða lyfta brjóstunum og margt fleira. Hins vegar má ekki rugla því saman við markmið offituaðgerðirnar, sem er að minnka líkur á því að fólk missi heilsuna alveg og deyi um aldur fram. Auka plúsinn við að losna við auka kílóin er samt auðvitað bætt útlit en það nú oftast ekki aðalástæðan fyrir því að vilja losna við kílóin en verður oft sýnilegasti hlutinn af árangrinum fyrir aðra en þig. En öllum hýtur okkur að finnast dásamlegt að líta vel út, ekki satt!

3 ummæli

  1. 1. maí 2012 kl. 1.29 | Slóð

    Svona svipaf0 eins og Jf3sep (vinnufe9lagi) sem segir alltaf Ha! e1 eftir hrveri setningu. Vif0 hinir hf6ldum feved fram af0 hann se9 af0 “flush”-a setningunni far sednu minni - ed okkar. Svona forritunarbrandari…

  2. 1. maí 2012 kl. 14.22 | Slóð

    OI7Ytt gqihhovfysdr

  3. 2. maí 2012 kl. 18.44 | Slóð

    tPenVd daltwvbimxzn